Ég hélt smá afmælishitting í gærkvöldi og bauð uppá íslenskt hangikjöt og meððí, rosa gott og gaman að fá góða vini í mat og eftirrétt. Oft þegar ég hélt uppá afmælið mitt þegar ég var krakki var ég gjörn á að fá stundum jóladagatal í afmælisgjöf, jóladagatal sjónvarpsins, skafmiðadagatal og súkkulaði jóladagatal.
Í gær fékk ég flottasta jóladagatalið til þessa. Bergþóra snillingur föndraði þetta glæsilega PAKKAjólatré handa mér og ég bíð spennt spennt spennt eftir því að opna hvern pakka fram að jólum! :D
Meistarinn með sköpunarverkið sitt!
- Ragnheiður
No comments:
Post a Comment