Thursday, December 2, 2010

Smashbox O-GLOW

Ég fékk svo svakalega fína afmælisgjöf frá vinkonum mínum sem mig langar að deila með ykkur. Smashbox: O-Glow intuitive cheek color og Smashbox: O-PLUMP intuitive lip plumper.

Kinnaliturinn virkar þannig að maður kreistir úr túbunni glært gloss sem þú berð á kinnbeinasvæðið og glæra glossið tekur á sig þinn náttúrulega roða. Þannig að liturinn tekur á sig þinn einstaka lit, engar tvær eins.


Svo prófaði ég að setja á mig varaglossið. Varirnar fóru að svíða, en þannig virkar plumperinn. Þú setur hann á sem glæran, en hann tekur á sig svolítið bleikan lit og ýfir upp á þér varirnar og gerir soldið kyssulegar. Agalega sátt með þessar nýju fínu snyrtivörur sem ég fékk þarna að prófa og ekki spurning að ég ætla að kíkja á fleiri vörur frá Smashbox cosmetics.





- Ragnheiður

No comments:

Post a Comment

LinkWithin

Related Posts with Thumbnails