Tuesday, December 21, 2010

Jólaheim...

Ég hef síðastliðin 3 ár verið í prófatímabili yfir jólin (því ungverjaland er frábært og skilningsríkt) og því ekki fengið að njóta jólanna eins og sönnu saklausu (djók) jólabarni sæmir, heldur á barmi taugaáfalls í fjarlægu landi.

Ég gerði vel við mig þetta árið, kláraði nokkur próf fer heim og nýt jólanna og kem aftur í janúar og klára prófatímabilið...

ég fer heim í nótt...
... og ég hlakka svo mikið til að ég veit ekki hvað ég á að gera við sjálfa mig

þannig ég keypti mér peysu og fór í ævintýralega klippingu (tryllt myndgæði)..
fékk mér svo bjór sem var heitur, þannig að þjóninum datt það einstaklega sniðuga ráð í hug að setja hann (í glasinu) í ísfötu til að kæla hann - það virkaði ekki - en rokkprik fyrir viðleitni
svo labbaði ég heim í síðasta sinn í gegnum jólalandið Debrecen
ég neita því ekki að ég á eftir að sakna þess smá
sjáumst heima
mbk
B

No comments:

Post a Comment

LinkWithin

Related Posts with Thumbnails