Wednesday, December 8, 2010

*í*s*l*e*n*s*k*t*

Það er ekkert betra á veturna en góð úlpa. Ég er búin að finna mér 2 sem koma til greina þegar ég ætla að fjárfesta í einu stykki af úlpu í janúar heima á Íslandi. Mig langar í alvöru dúnúlpu, en vandamálið er að þær eru náttúrulega keppnisdýrar. Ég er búin að finna mér 2, önnur er dún, hin er fyllt með trefjaefni.

Þessi er ný frá Cintamani og heitir Eydís. Svart er klassískt og öruggt, en hún er ekki með dúnfyllingu. Kostar 29.990 kr.

Þessi er frá 66°N og er á tilboði þessa dagana á tæplega 49 þúsund. Það kitlar svolítið að kaupa þessa, hún er svakalega fallega rauð (kannski aðeins of mikill glans fyrir minn smekk) en er samt hrikalega hlý og er fyllt að stórum hluta með dún.

Annars fannst mér soldið mikið gaman að sjá Tavi í þessum um daginn:

Sæt í KronKron by KronKron skóm. Ég er ekki beint sjúk í kronkron, en samt einstaka skór finnst mér samt hrikalega flottir og eitt er víst að þeir eru frekar einstakir í útliti og vandaðir. H&M er einmitt að selja eina skó hérna úti sem eru eins og kronkron-skótýpa á sterum. Ég nánast hrekk við í hvert skipti sem ég sé þá.


- RF

No comments:

Post a Comment

LinkWithin

Related Posts with Thumbnails