Thursday, December 23, 2010

JólaJóla!!


Ég er komin í 45 daga jólafrí frá skólanum og er á leiðinni heim til Íslands í nótt. Það er mögulega vottur af spenningi í hjartanu og stress yfir því hvort við komumst á leiðarenda á settum tíma, kl 16.00 er áætlaður lendingartími á Keflavíkurflugvelli.

Annars er búið að vera hrikalegur kuldi seinustu 2 vikur eða svo hérna. En á mánudaginn snérist þetta við og á tímabili í dag er búið að vera 18°C og glampandi sól. Ekki mjög jólalegt.

Annars langaði mig bara að deila með ykkur þessari geggjuðu loðhúfu sem ég rakst á, á einhverri bloggsíðunni.

Elska það að næstu færslur verða frá Íslandiiiii.... Vííííííííí! :)

Gleðileg jól mín kæru!
- RF

No comments:

Post a Comment

LinkWithin

Related Posts with Thumbnails