Saturday, December 25, 2010

Settu það út í heiminn - þú gætir fengið það upp í hendurnar


Fékk þessa fínu loðhúfu í einum pakkanum ....

Er svo agalega kát með hana!!


Thursday, December 23, 2010

JólaJóla!!


Ég er komin í 45 daga jólafrí frá skólanum og er á leiðinni heim til Íslands í nótt. Það er mögulega vottur af spenningi í hjartanu og stress yfir því hvort við komumst á leiðarenda á settum tíma, kl 16.00 er áætlaður lendingartími á Keflavíkurflugvelli.

Annars er búið að vera hrikalegur kuldi seinustu 2 vikur eða svo hérna. En á mánudaginn snérist þetta við og á tímabili í dag er búið að vera 18°C og glampandi sól. Ekki mjög jólalegt.

Annars langaði mig bara að deila með ykkur þessari geggjuðu loðhúfu sem ég rakst á, á einhverri bloggsíðunni.

Elska það að næstu færslur verða frá Íslandiiiii.... Vííííííííí! :)

Gleðileg jól mín kæru!
- RF

Tuesday, December 21, 2010

Jólaheim...

Ég hef síðastliðin 3 ár verið í prófatímabili yfir jólin (því ungverjaland er frábært og skilningsríkt) og því ekki fengið að njóta jólanna eins og sönnu saklausu (djók) jólabarni sæmir, heldur á barmi taugaáfalls í fjarlægu landi.

Ég gerði vel við mig þetta árið, kláraði nokkur próf fer heim og nýt jólanna og kem aftur í janúar og klára prófatímabilið...

ég fer heim í nótt...
... og ég hlakka svo mikið til að ég veit ekki hvað ég á að gera við sjálfa mig

þannig ég keypti mér peysu og fór í ævintýralega klippingu (tryllt myndgæði)..
fékk mér svo bjór sem var heitur, þannig að þjóninum datt það einstaklega sniðuga ráð í hug að setja hann (í glasinu) í ísfötu til að kæla hann - það virkaði ekki - en rokkprik fyrir viðleitni
svo labbaði ég heim í síðasta sinn í gegnum jólalandið Debrecen
ég neita því ekki að ég á eftir að sakna þess smá
sjáumst heima
mbk
B

Monday, December 20, 2010

Á MORGUN!!



óskið mér góðs gengis

Mbk
B

Wednesday, December 15, 2010

flott bót...

ég komin með æði fyrir olbogabót og hnébot, það er eitthvað svo preppí og dúllulegt....

þessar leggingsbætur finnst mér svoldið sætar

svo sá ég bóta peysu á útsölu í HM, og þar sem ég var að klára fyrsta lokaprófið mitt þá fannst mér velviðeigandi að verðlauna mig með trylltri bótapeysu! bótajól ...

mbk
B

Tuesday, December 14, 2010

sjúktæðitryllt

Stelpurnar hjá Anywho voru í samvinnu við Kobra (dönsk hönnun) að hanna kápur og peysur sem ég er tryllt sjúk í! Á ágætlega viðráðanlega verði frá 1400 dk.-, hlýtt og ólýsanlega fallegt fyrir veturinn..







mig langar í svörtu og hvítu peysuna og húðlita stutta jakkan... plís jóli plííís

mbk
B

Monday, December 13, 2010

próf + jól


fyrsta og stærsta lokaprófið mitt á morgun + óheilbrig geð + get ekki beðið eftir jólunum = þessi mynd...

mbk
b

Saturday, December 11, 2010

Ljúft

Það er eitthvað svo ljúft að vakna vitandi að maður eigi eftir að sitja inni og læra allan daginn. Í morgun ákvað ég að leyfa prófaljótu að taka ekki yfirhöndina og málaði mig kl hálf 9, bara til þess að sitja inni í stofu allan daginn og læra.

Mæli með þessu.

Segjum bless við þennan gæja:






























Lengi lifi jólapróf :)
- RF

Wednesday, December 8, 2010

smá look-book öfund...

ég vildi óska að ég gæti rænt af netinu, ég verð svo óþolandi 0fundsjúk stundum þegar ég skoða lookbook

sjúklega næs peysa, mega þæginleg og eiginlega svoldið meira stylsih heldur en snuggie (teppið með hendurnar)
litasamsetningin og rauða naglalakkið og snjóhvíta húðin, viðeigandi svona í kuldanum og jólunum..
ég myndi ekkert hata að fá þessar buxur í skóinn...

og önnur svona trylltmega flott risapeysa... 1ást

ein að deyja úr öfunnd
mbk
B

*í*s*l*e*n*s*k*t*

Það er ekkert betra á veturna en góð úlpa. Ég er búin að finna mér 2 sem koma til greina þegar ég ætla að fjárfesta í einu stykki af úlpu í janúar heima á Íslandi. Mig langar í alvöru dúnúlpu, en vandamálið er að þær eru náttúrulega keppnisdýrar. Ég er búin að finna mér 2, önnur er dún, hin er fyllt með trefjaefni.

Þessi er ný frá Cintamani og heitir Eydís. Svart er klassískt og öruggt, en hún er ekki með dúnfyllingu. Kostar 29.990 kr.

Þessi er frá 66°N og er á tilboði þessa dagana á tæplega 49 þúsund. Það kitlar svolítið að kaupa þessa, hún er svakalega fallega rauð (kannski aðeins of mikill glans fyrir minn smekk) en er samt hrikalega hlý og er fyllt að stórum hluta með dún.

Annars fannst mér soldið mikið gaman að sjá Tavi í þessum um daginn:

Sæt í KronKron by KronKron skóm. Ég er ekki beint sjúk í kronkron, en samt einstaka skór finnst mér samt hrikalega flottir og eitt er víst að þeir eru frekar einstakir í útliti og vandaðir. H&M er einmitt að selja eina skó hérna úti sem eru eins og kronkron-skótýpa á sterum. Ég nánast hrekk við í hvert skipti sem ég sé þá.


- RF

Saturday, December 4, 2010

at hygga sig!


prófatímabil eru ekki alltaf ljúf, en með kvöldgöngum, piparkökum og ljúfum tónum er hægt að gera þau bærileg, og partlega kósí bara...
húsmóðurleg í bakstri...
þær eru jafngirnilegar og þær voru góðar!

aðeins til að af-jólast smá... ég elska þau.. prófstresslosandi!
bolur; mekka (H&M)
levis gallabuxur (ebay - 2x á 4$)
belti: 2nd hand ungó

ljúfkvöldskveðjur
B

Thursday, December 2, 2010

Smashbox O-GLOW

Ég fékk svo svakalega fína afmælisgjöf frá vinkonum mínum sem mig langar að deila með ykkur. Smashbox: O-Glow intuitive cheek color og Smashbox: O-PLUMP intuitive lip plumper.

Kinnaliturinn virkar þannig að maður kreistir úr túbunni glært gloss sem þú berð á kinnbeinasvæðið og glæra glossið tekur á sig þinn náttúrulega roða. Þannig að liturinn tekur á sig þinn einstaka lit, engar tvær eins.


Svo prófaði ég að setja á mig varaglossið. Varirnar fóru að svíða, en þannig virkar plumperinn. Þú setur hann á sem glæran, en hann tekur á sig svolítið bleikan lit og ýfir upp á þér varirnar og gerir soldið kyssulegar. Agalega sátt með þessar nýju fínu snyrtivörur sem ég fékk þarna að prófa og ekki spurning að ég ætla að kíkja á fleiri vörur frá Smashbox cosmetics.





- Ragnheiður

Wednesday, December 1, 2010

Niðurtalning til jóla


Við erum búnar að vera ansi jólaðar í seinustu færslum. En það fylgir bara þessari hátíð sem er að skella á.

Ég hélt smá afmælishitting í gærkvöldi og bauð uppá íslenskt hangikjöt og meððí, rosa gott og gaman að fá góða vini í mat og eftirrétt. Oft þegar ég hélt uppá afmælið mitt þegar ég var krakki var ég gjörn á að fá stundum jóladagatal í afmælisgjöf, jóladagatal sjónvarpsins, skafmiðadagatal og súkkulaði jóladagatal.

Í gær fékk ég flottasta jóladagatalið til þessa. Bergþóra snillingur föndraði þetta glæsilega PAKKAjólatré handa mér og ég bíð spennt spennt spennt eftir því að opna hvern pakka fram að jólum! :D

Meistarinn með sköpunarverkið sitt!

- Ragnheiður

LinkWithin

Related Posts with Thumbnails