Mér finnst viðeigandi að fyrsta bloggið mitt á þessu sameiginlega bloggi verði samvinnusnilld mín og Bergþóru sem átti sér stað í gærkvöldi eftir smá matarhitting heima hjá mér.
Málið er að við eigum soldið mikið saman í íbúðinni minni, fyrsta árið bjuggum við hérna saman og grenjuðum saman yfir því hvað hún væri ógeðsleg fyrst þegar við fengum hana og svo elskuðum við íbúðina saman þegar við höfðum lagt smá blóð svita og tár í að gera hana að okkar. Ferlið er samt ennþá í fullum gangi eins og gærkvöldið er merki um.
Í byrjun annarinnar skellti ég mér út í risastóra húsgagnaverslun sem er hérna úti og rakst þá á þessa sniðugu vegg-límmiða sem ég vissi bara að myndu passa ákkúrat í borðkrókinn.
Veggurinn í borðkróknum fyrir límmiðaföndur. Þarna má sjá líka það sem er eitt mesta uppáhaldið mitt við íbúðina, gatið í veggnum frá borðkróknum og yfir í eldhúsið og það er líka með svona fallegu munstri inní.
1.
2.
3. Tadaaaa! .. Komið þetta fína blómamynstur á vegginn.
Get ekki annað sagt en að ég sé hæstánægð með útkomuna af þessu síðkvöldsföndri eftir smá rauðvínssötr og góðan mat.
- Ragnheiður
No comments:
Post a Comment