Wednesday, March 3, 2010

Byrjum á Ebay

Ég ELSKA Ebay!

mig lagnar að sænga með því..

ekki bara er það mögnuð leið til að finna ódýra "knock off" hluti sem er einstaklega henntugt þegar maður er mínus-launuðu starfi (námsmaður) þá er kikkið sem maður fær út úr því að yfirbjóða og vinna fólk sem maður hefur aldrei hitt áður líka frekar yndislegt. Ég er með smá sigurvegara-komplex

Ég er búin að þrá reimuð stígvéli síðan það byrjaði að snjóa veturinn '95 (næstum) en hef bara fundið slík ekki í mínum verðflokki, svo sá þessi á Ebay, hjartað mitt tók aukakipp og núna er ég stoltur skó-eigandi (24$ takk fyrir takk)!Svo þessi, hann er gordjöss, bjút! ég var að kaupa hann... ég bíð spennt eins og ungmey í dramatísku ástarævintýri við gluggan eftir að pósturinn afhendi mér gersemina!


ég held að hver og einn sem á bling-haldara verði sjálfvirkt fierce: þessi undir dress-jakka og háu pilsi = bjút!

mbk
B

No comments:

Post a Comment

LinkWithin

Related Posts with Thumbnails