
Ég fékk mér loksins úlpu. Tók þá skynsömu ákvörðun að fá mér keppnis dúnúlpu, enda hefur verið svo nístingskalt hérna.
66°N er nýbúið að kynna til nýja liti í Þórsmerkur línunni. Ég fór í Skeifuna í gær og skoðaði þar og fann bara skærgulu týpuna og fjólubláa. Ég var ekki tilbúin til þess að kaupa annan hvorn þeirra lita, þannig að ég kíki yfir í útsölumarkaðinn en þar voru bara glansefnisúlpurnar. Fíla þær ekki heldur.
Svo vatt ég mér í Kringluna í dag og keypti mér þessa fínu ljósu úlpu. Þessi á myndinni er reyndar glansefnis, en ég fann ekki mynd af minni, hún er úr alveg eins efni og svörtu klassísku.
No comments:
Post a Comment